Jacobsen Loftið er tímalaus staður. Hingað mætir fólk til að njóta lífsins í góðum félagsskap, í fallegu umhverfi. Fólk klæðir sig upp. Maður er manns gaman og fötin skapa manninn. Hér er frábært úrval af alvöru whiskey, hér færðu einstaka kokteila, hér eru frábær vín, hér er úrval af bjór í flösku því að hann verður aldrei flatur. Hér er stemningin. Þannig er Jacobsen Loftið.

Við tökum á móti hópum og höldum ógleymanlegar veislur fyrir þig. Þú segir hvernig þú vilt hafa kvöldið og við reynum að uppfylla langanir þínar. Hafðu samband og við leggjum drögin að einstöku kvöldi.

Jacobsen Loftið opnar dyr sínar 16.00 á virkum dögum og lokar þeim 01.00. Um helgar er Jacobsen Loftið opið frá 16.00 til 04.00. Happy hour er frá 16.00 til 21.00.

Lokað Mánudag og Þriðjudag